Allt frá því að ESCO var birt opinberlega í júlí 2017 hafa hagsmunaaðilar úr ýmsum áttum sýnt áhuga á kerfinu til ýmiss konar nota.
Hagsmunaaðilar ESCO skiptast í eftirfarandi meginflokka:
- Opinberar vinnumiðlanir
- Einkareknar vinnumiðlanir
- Atvinnuvefgáttir
- Menntastofnanir (háskólar, framhaldsskólar o.s.frv.)
- Aðilar vinnumarkaðarins
- Hönnuðir UT-hugbúnaðar
- Starfsmannadeildir fyrirtækja/stofnana
- Fyrirtæki á sviði stjórnunar verufræðineta
- Starfsráðgjafar
- Evrópskar stofnanir
- Opinber stjórnsýsla á lands-, svæðis- og staðarvísu
- Rannsóknarfólk og tölfræðingar
- Alþjóðastofnanir
Yfirlit yfir útbreiðslu ESCOÍ
Evrópusambandinu eru flestir ESCO-hagsmunaaðilar (einnig nefndir ESCO-innleiðendur) staðsettir í Evrópu og fer starfsemi sumra þeirra fram í fleiri en einu ESB-ríki og/eða -tungumálum.
Ennfremur eykst þekking og notkun á ESCO annars staðar í heiminum. Hagsmunaaðilar hneigjast að því að líta á ESCO, ásamt O*NET, sem hinn viðtekna viðmiðaramma fyrir störf og hæfni.
Kortið hér fyrir neðan veitir yfirsýn yfir hvar í heiminum ESCO-innleiðendur er að finna.
Upptaka ESCO af hálfu hagsmunaaðila
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um hagsmunaaðila (ESCO-innleiðendur), sem nota ESCO í hugbúnaði sínum, verkefnum eða rannsóknum, má nálgast á innleiðendasíðu ESCO.