Bættu við kunnáttu þína gegnum sjálfboðastarf
Sjálfboðastarf getur verið mjög gefandi reynsla og falið í sér tækifæri fyrir þig til að auka færni þína á ýmsum sviðum. Europass kemur að notum við að undirbúa sjálfboðaliðastörf og skrá fengna reynslu.
Europass hjálpar þér að skilgreina óskir þínar varðandi sjálfboðastarf með verkfærinu Áhugamál mín í Europass, en þar raðar þú upp löndunum þar sem þú gætir hugsað þér að starfa sem sjálfboðaliði og þeim áhugamálum eða málefnum sem þú brennur fyrir. Þú getur líka haldið skrá yfir alla sjálfboðaliðareynslu þína í Europass prófílnum.
Þú getur boðið þig fram á sviði hvers þess málstaðar sem þér finnst mikilvægur, hvort heldur heima eða erlendis, í hlutastarfi eða fullu starfi. Með sjálfboðavinnu er hægt að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu, hitta nýtt fólk og þróa með sér ýmsa dýrmæta færni, s.s. í úrlausn vandamála, í að vinna í hóp og í skilvirkri tjáningu. Auk þess veitir sjálfboðastarf erlendis tækifæri á að læra ný tungumál og kynnast nýjum menningarheimum og sjónarmiðum.
Bjóða sig fram
Þegar þú hefur fundið rétta sjálfboðaliðatækifærið getur Europass komið að gagni við að undirbúa umsóknina:
Þú getur deilt Europass prófílnum beint með sjálfboðaliðasamtökum til að kynna þig og hæfileika þína betur.
Þú getur samið ókeypis og sérsniðna Europass ferilskrá og fylgibréf.
Hafa yfirsýn yfir alla nýja færni og kunnáttu
Umsóknin er aðeins upphaf ferðarinnar en að auki býðst þér á Europass sá möguleiki að halda til haga í prófílnum þínum allri færni og reynslu sem þú öðlast í sjálfboðastarfi.
Þú getur bætt við nýjum köflum þar sem þú skráir reynslu úr sjálfboðastörfum. Þar geturðu sagt nánar frá því sem þú lærðir, hlutverkinu sem þú gegndir og stofnuninni sem þú bauðst starfskrafta þína. Bættu við myndum, skírteinum og öðrum skjölum svo að allar upplýsingar um sjálfboðastarfið og færni þína séu geymdar á einum stað og hægt sé að leita í þeim og nota síðar.