Vinna í Evrópu
Það eru ótal möguleikar á að finna vinnu og ný atvinnutækifæri í Evrópu. Europass getur hjálpað þér til að skipuleggja starfsferil þinn, öðlast nýja færni og finna rétta tækifærið.
Taktu næsta skref á starfsferlinum með Europass
Europass eru ókeypis, netlæg verkfæri sem þú getur notað til að halda utan um starfsferil þinn, hvort sem þú ert að byrja í fyrsta starfinu eða litast um eftir nýjum áskorunum. Europass gerir þér kleift að:
- Halda þína eigin skrá yfir alla kunnáttu þína, menntun, hæfi og reynslu
- Draga fram og ígrunda það sem þú kannt
- Fá persónumiðaðar tillögur um störf
- Útbúa og hafa yfirlit yfir umsóknir, hanna sérsniðnar ferilskrár og fylgibréf fyrir mismunandi námskeið og -svið
- Geyma öll skjöl og skrár á einum, öruggum stað. Skráðu þig og búðu til þinn eigin, ókeypis Europass prófíl til að sjá hvernig Europass getur nýst þér.
Skráðu þig og búðu til ókeypis prófíl til að kanna hvernig Europass getur hjálpað þér.
Vektu athygli á kunnáttu þinni með Europass
Europass hefur einnig að geyma önnur verkfæri sem auðvelda þér að koma kunnáttu þinni og reynslu á framfæri í ESB:
- Viðauki með prófskírteini veitir gagnlegar upplýsingar um háskólaprófið þitt (s.s. einkunnir, árangur, stofnun) svo þú eigir auðveldara með að koma kunnáttu þinni á framfæri við atvinnurekendur.
- Mat og viðurkenning á starfsmenntun veitir gagnlegar upplýsingar um starfsmenntun þína (t.d. einkunnir, árangur, stofnun) sem auðveldar þér að koma kunnáttu þinni á framfæri við atvinnurekendur.
- Með Europass starfsmenntavegabréfinu geturðu sýnt fram á reynslu og færni sem þú hefur öðlast við nám, störf eða sjálfboðavinnu erlendis.