MacBook Air (15 tommu, M2, 2023) Hornskynjari fyrir lok

Áður en hafist er handa

Fjarlægið eftirfarandi hluta áður en hafist er handa:

Verkfæri

  • Nemi úr næloni (svartur teinn)

  • Átaksmælir (blár, 0,65 kgf. cm)

  • Torx Plus 1IP-hálfmánabiti, 44 mm

 Varúð

Þetta ferli krefst kerfisstillingar. Eftir að öllum sundurhlutunar- og samsetningarskrefum er lokið skal athuga hvernig hefja á kerfisstillingarferlið.

Losun

  1. Notið slétta enda svarta teinsins til að lyfta endanum á sveigjanlega kapli hornskynjara fyrir lok af tenginu.

  2. Notið slétta enda svarta teinsins til að færa sveigjanlega kapal hornskynjara fyrir lok til hliðar til að komast að 1IP skrúfunni (1).

  3. Notið bláa átaksmælinn og 1IP bita til að fjarlægja 1IP skrúfuna úr hornskynjara fyrir lok (2).

    • Mikilvægt: Fleygið 1IP skrúfunni. Ekki er hægt að setja 1IP skrúfuna aftur í.

  4. Fjarlægið hornskynjara fyrir lok úr hólfinu.

Samsetning

  1. Látið raufina og skrúfugatið á sveigjanlegum kapli hornskynjara fyrir lok flútta við pinnann og skrúfugatið í topphulstrinu.

  2. Haldið hornskynjara fyrir lok á réttum stað (1). Notið ESD-örugga töng til að setja eina nýja 1IP (923-08984) skrúfu í hornskynjara fyrir lok (2). Notið síðan bláa átaksmælinn og 1IP bitann til að skrúfa skrúfuna.

    • Mikilvægt: Gangið úr skugga um að notuð sé ný 1IP skrúfa.

  3. Þrýstið endanum á sveigjanlegum kapli hornskynjarans á tengið (1). Leggið síðan sveigjanlega kapalinn flatann (2) eins og sýnt er.

Setjið eftirfarandi hluti aftur í til að ljúka samsetningu:

  Varúð

  • Eftir að öllum sundurhlutunar- og samsetningarskrefum er lokið skal athuga hvernig hefja á kerfisstillingarferlið.

  • Ef skipt var um hornskynjara fyrir lok skal loka skjánum í 20 sekúndur þegar beðið er um það meðan á kerfisstillingunni stendur. Ef skjárinn er ekki alveg lokaður meðan á ferlinu stendur þarf að setja upp nýjan hornskynjara fyrir lok. Tölvan spilar ræsingarhljóð (hljóðmerki) þegar ferlinu er lokið.

Birt: