iPhone 16-rafhlaða

Áður en hafist er handa

 Viðvörun

  • Lesið Öryggi með rafhlöðu og fylgið leiðbeiningum um vinnuumhverfi og meðhöndlun rafhlöðu áður en hafist er handa.

  • Aðeins tæknimenn með þekkingu og reynslu til að gera við rafeindatæki ættu að skipta um rafhlöðu. Röng rafhlöðuskipti, röng meðhöndlun á varahlutum eða ef ekki er farið eftir uppgefnum leiðbeiningum getur valdið eldsvoða, meiðslum, gagnatapi eða skemmdum á tækinu, hlutum eða öðrum eignum.

Fjarlægið eftirfarandi hlut áður en hafist er handa:

Verkfæri

  1. 9 volta rafhlaða

  2. 9 volta rafhlöðuklemmur (923-10726)

  3. Rafhlöðupressa (923-02657)

  4. Etanólþurrkur eða IPA-þurrkur (ísóprópýlalkóhól)

  5. Nemi úr næloni (svartur teinn) (922-5065) eða sogskál

  6. ESD-flísatöng með gripi

  7. Hlífðargleraugu með hliðarhlífum

  8. Sandur

  9. Sandílát

Skoðið ítarlegan lista yfir verkfæri sem þarf fyrir allar viðgerðir.

Mikilvægt

Ef skipt er um þennan íhlut er ráðlagt að keyra viðgerðaraðstoð fyrir hugbúnað til að ljúka viðgerðinni. Viðgerðaraðstoðin er í boði í tækinu þegar öllum samsetningarskrefum er lokið.

Losun

  1. Flettið silfurlitaða flipanum varlega af rafhlöðunni með ESD-öruggri töng þar til um 45 gráðu halla er náð.

  2. Tengið rauða tengið á 9 volta rafhlöðunni við silfurlitaða flipann á iPhone-rafhlöðunni og tengið svarta tengið á 9 volta rafhlöðunni við neðri jarðtengingarskrúfuna hægra megin á neðri hátalaranum.

  3. Haldið tengingunni í 1 mínútu og 30 sekúndur.

    • Ef tengingin er ekki traust mun límið ekki losna. Ef klemmur aftengjast skal hefja ferlið aftur frá skrefi 1.

    • Tíminn sem þarf til að fjarlægja límið getur lengst eftir því sem notkunartími vörunnar lengist. Hægt er að fjarlægja límið með allt að 30 voltum með því að nota aðra aflgjafa á borð við jafnstraumsaflgjafa. Hærri spenna styttir tímann sem þarf til að fjarlægja límið.

  4. Notið sogskál eða svarta teininn til að lyfta rafhlöðunni upp úr hulstrinu. Nú hefur rafhlaðan verið fjarlægð.

    • Ef vart verður við viðnám þegar reynt er að fjarlægja rafhlöðuna skal endurtaka skref 1 til 3.

    • null Viðvörun: Hættið viðgerðinni ef ekki er hægt að fjarlægja rafhlöðuna. Þjónustuvalkost má finna á support.apple.com/repair.

Samsetning

  1. Notið etanól- eða IPA-þurrkur til að hreinsa allar límleifar úr hulstrinu undir rafhlöðunni.

    • null Varúð: Límið er gagnsætt. Þurrka verður hulstrið fimm til tíu sinnum til að tryggja að límið hafi verið fjarlægt að fullu.

    • Athugið: Hulstrið kann að upplitast örlítið eftir þrif og er það viðunandi.

  2. Flettið bleiku filmunni af undirhlið nýju rafhlöðunnar.

    • Mikilvægt: Ekki taka hlífina af efri hluta rafhlöðunnar strax.

  3. Haldið rafhlöðunni yfir hulstrinu þannig að filmuhlífin snúi upp. Látið hægri brún rafhlöðunnar flútta við móðurborðið og neðri brún rafhlöðunnar flútta við neðri hátalarann. Leggið myndavélina síðan í hulstrið.

  4. Miðhluti viðgerðarbakkans er með tvær raufar. Setjið viðgerðarbakkann og hólfið í rafhlöðupressuna þannig að önnur rauf viðgerðarbakkans sé á annarri hlið rafhlöðupressunnar.

  5. Smellið handfanginu efst á rafhlöðupressunni niður til að láta rúlluna síga niður á rafhlöðuna. Rennið síðan viðgerðarbakkanum fram og til baka í gegnum rafhlöðupressuna þrisvar sinnum til að festa rafhlöðuna við hulstrið.

  6. Smellið rauða handfanginu efst á rafhlöðupressunni upp.

  7. Komið viðgerðarbakkanum og hulstrinu fyrir á hinni hlið rafhlöðupressunnar.

  8. Endurtakið skref 5 og 6. Fjarlægið viðgerðarbakkann síðan úr rafhlöðupressunni.

  9. Haldið um brúnir hlífarinnar. Togið í losunarflipana á hlífinni til að fjarlægja hana af rafhlöðunni.

    • Mikilvægt: Ekki ýta á svæðið yfir flipanum sem verið er að losa.

Setjið eftirfarandi hlut aftur á til að ljúka samsetningu:

null Viðvörun

Hristið iPhone símann varlega. Ef rafhlaðan virðist vera laus skal fjarlægja glerbakstykkið og rafhlöðuna. Ljúkið síðan samsetningu rafhlöðunnar með nýrri rafhlöðu.

Mikilvægt

Birt: