Upplýsingar um fjölskyldupersónuvernd fyrir börn

Við hjá Apple leggjum mikla áherslu á að vernda börn. Við leggjum áherslu á gagnsæi og að veita foreldrum nauðsynlegar upplýsingar til að þeir geti ákveðið hvað sé barninu fyrir bestu. Við leggjum mikla vinnu í að bjóða upp á stjórntæki fyrir foreldra sem auðvelt er að nota og sérstilla. Þegar þú stofnar Apple-reikning fyrir barnið þitt gerirðu því kleift að njóta eiginleika Family Sharing með þér og öðrum fjölskyldumeðlimum. Barnið þitt getur deilt tónlist, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, bókum, forritum, myndum, dagatölum, staðsetningum og fleiru með þér og fjölskyldunni. Með sínum eigin Apple-reikningi getur barnið einnig notið allrar þeirrar þjónustu og alls efnis sem er í boði fyrir þau sem eru með Apple-reikning.

ATHUGAÐU: ÞESSAR UPPLÝSINGAR EIGA EKKI VIÐ UM GAGNASÖFNUNARAÐFERÐIR FORRITA ÞRIÐJU AÐILA. LESTU SKILMÁLA, STEFNUR OG UPPLÝSINGAR UM VINNUBRÖGÐ SLÍKRA ÞRIÐJU AÐILA ÁÐUR EN BARNIÐ ÞITT KAUPIR EÐA SÆKIR FORRIT FRÁ ÞEIM TIL AÐ VITA HVAÐA GÖGNUM ÞEIR KUNNA AÐ SAFNA FRÁ BARNINU ÞÍNU OG HVERNIG SLÍK GÖGN KUNNA AÐ VERA NOTUÐ.

Apple-reikningur barnsins þíns

Með Apple-reikningnum sem þú stofnar fyrir barnið þitt getur það nýtt sér þá eiginleika og þjónustu Apple sem nota Apple-reikning. Til dæmis getur barnið þitt:

  • Hringt og svarað FaceTime-myndsímtölum og -símtölum.
  • Búið til og deilt efni eins og myndum, myndskeiðum, hljóðskilaboðum og SMS með Camera, Photos, Messages, Mail, Schoolwork og öðrum forritum frá Apple.
  • Búið til og deilt skjölum og gögnum með öðrum í gegnum opinn eða lokaðan aðgang í iCloud. Allt eftir völdum stillingum getur þetta falið í sér nafn barnsins og samskiptaupplýsingar þess, ef þessar upplýsingar hafa verið færðar inn.
  • Deilt nákvæmri staðsetningu sinni með fjölskyldumeðlimum og vinum í gegnum Find My, Messages og önnur forrit sem notast við staðsetningarþjónustu og notað Find My til að finna studd tæki og aukabúnað. Ef þú deilir nákvæmri staðsetningu barnsins þíns með fjölskyldunni þinni þegar þú býrð til Apple-reikning barnsins þíns eða setur upp Apple Watch barnsins þíns með Apple Watch for Your Kids verður nákvæmri staðsetningu barnsins þíns deilt með öllum fjölskyldumeðlimum, þar með talið öllum nýjum meðlimum sem bætt er við síðar. Barnið þitt getur breytt staðsetningardeilingarstillingum nema það sé takmarkað í Screen Time eða Family Sharing.
  • Opnað samnýtt dagatöl, sem gerir þér og barninu þínu kleift að deila liðnum og væntanlegum viðburðum með öðrum fjölskyldumeðlimum.
  • Fengið aðgang að, straumspilað og sótt efni og áskriftir sem aðrir fjölskyldumeðlimir hafa keypt, þ.m.t. tónlist, kvikmyndir, sjónvarpsþætti, hlaðvörp, forrit og kaup í forritum, bækur, Apple Arcade, Apple Music, Apple News+ og Apple TV+.
  • Gengið frá kaupum og sótt frítt efni í Apple Music, App Store, Apple Books og Apple TV-forritinu, gengið frá kaupum í forritum og gerst áskrifandi að Apple Arcade, Apple News+, Apple TV+ og Apple Music, allt eftir því hvaða stillingar þú velur í Ask to Buy.
  • Fengið ráðleggingar í Apple Music og Apple TV-forritinu.
  • Spilað leiki og átt samskipti við aðra notendur Game Center og deilt upplýsingum, svo sem gælunafni, notandamynd og vinum barnsins í Game Center.
  • Greitt og tekið við greiðslum í gegnum þjónustu Apple Pay á borð við Transit og Apple Cash ef þú setur upp slíka reikninga og geymt og notað passa á borð við miða og brottfararspjöld í Wallet-forritinu.
  • Fylgst með og deilt heilsufarsupplýsingum eins og hjartslætti, blóðþrýstingi eða næringu og upplýsingum um hreysti og hreyfingu. Ef barnið þitt notar Apple Watch getur það valið að deila æfinga- og hreyfingargögnunum sínum með öðrum notendum Apple Watch gegnum Activity Sharing, þar á meðal upplýsingum um skrefafjölda og vegalengd sem það fer á einum degi. Ef barnið notar Health-forritið getur það einnig byrjað að deila tilteknum heilsufarsupplýsingum með öðrum notendum Health-forritsins í Contacts í gegnum Health Sharing, þar á meðal undirflokki með heilsufarssögu sinni og væntanlegum uppfærslum sem tengjast gögnunum sem barnið þitt deilir. Barnið þitt getur enn haldið áfram að deila upplýsingum með öðrum notanda Health-forritsins eftir að viðkomandi notanda hefur verið eytt úr Contacts.
  • Geymt myndir, myndskeið, skjöl, glósur, tengiliði, dagatöl, póst, öryggisafrit og önnur forritagögn, þ.m.t. leikjavirkni í Apple Arcade, í iCloud.

Stjórntæki fyrir foreldra

Family Sharing gerir þér kleift að deila efni að þínu vali á hnökralausan máta með öðrum fjölskyldumeðlimum. Aftur á móti kann það að henda að þú viljir takmarka aðgang barnsins að tilteknu efni eða efnisveitum sem í boði eru fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Til að auðvelda þér að stjórna aðgangi barnsins að þjónustu og eiginleikum Apple-reikningsins höfum við sett inn nokkrar tegundir stjórntækja fyrir foreldra. Þar á meðal eru Screen Time, Restrictions og Ask to Buy-eiginleikinn í Family Sharing. Stjórntæki fyrir eyðslu og móttöku fjármagns í gegnum þjónustu Apple Pay á borð við Apple Cash eru í boði í Wallet.

Screen Time

Ef þú eða barnið þitt notar iOS 12 eða nýrri útgáfu, iPadOS eða macOS getur þú notað eiginleikann Screen Time til að stilla tímamörk fyrir notkun barnsins þíns á iOS-, iPadOS- eða macOS-tækjum sem það er skráð inn á. Þú getur til dæmis stillt dagleg tímamörk fyrir flokka forrita með því að nota App Limits, og stillt tiltekna tíma þar sem skjátími er ekki í boði með Downtime; takmarkað aðgang að tilteknum eiginleikum, forritum eða flokkum forrita; sett takmörk á kaup eða niðurhal efnis og stillt aldurstakmarkanir fyrir kvikmyndir, tónlist, bækur og annað efni. Í visionOS er ekki víst að tilteknar takmarkanir á Screen Time, svo sem App Limits og Downtime, séu í boði, og þær munu ekki flytjast yfir á barnareikninginn sem er skráður inn á Apple Vision Pro, jafnvel þótt þær hafi verið notaðar til að setja takmörk fyrir viðkomandi barnareikning í iOS, iPadOS eða macOS. Frekari upplýsingar eru á Use Screen Time on Apple Vision Pro.

Ef þú notar Apple Watch for Your Kids og hefur virkjað Schooltime getur þú ákvarðað hvenær notkun fjölskyldumeðlima á tilteknum eiginleikum Apple Watch er takmörkuð. Ef fjölskyldumeðlimur opnar úrið sitt þegar Schooltime-stillingin er virk getur þú séð hvenær það var opnað í Apple Watch-forritinu í iPhone-símanum þínum. Þessar upplýsingar eru sendar til Apple með tvíhliða dulritun en þær verða aðeins bundnar við Apple-reikninginn þinn svo Apple geti veitt upplýsingar um opnanir.

Takmarkanir

Ef þú eða barnið þitt notar eldri útgáfu af iOS en iOS 12 getur þú valið takmarkanir fyrir barnið þitt í öllum iOS- eða iPadOS-tækjum sem það notar eða í Apple TV með því að fara í Settings > General > Restrictions. Með þessum stillingum geturðu takmarkað eiginleika á borð við FaceTime, Camera og Safari, fjölspilun og tiltekin samfélagsmiðlaforrit og einnig tilgreint hvaða efni hentar barninu þínu. Þetta er mikilvægt skref til að stjórna því sem barnið þitt gerir í Apple-tækjum. Þú getur einnig valið takmarkanir fyrir þjónustu Apple á borð við Apple TV-forritið í tækjum þriðju aðila og tiltekið efni á vefnum í Settings. Þessar takmarkanir og foreldraeftirlit ættu að vera stillt í hverju einasta tæki sem barnið þitt notar.

Family Sharing og Ask to Buy

Family Sharing gerir þér kleift að deila kaupum, áskriftum og fleiru með allt að fimm fjölskyldumeðlimum sem þú útnefnir með því að nota Apple-reikninga þeirra. Ask to Buy er eiginleiki í Family Sharing sem gerir þér kleift að skoða og samþykkja niðurhal sem barnið þitt biður um, þ.m.t. kaup í forritum og ókeypis niðurhal, í App Store, iTunes Store eða Apple Books. Ask to Buy er virkjað sjálfkrafa fyrir alla notendur undir 13 ára aldri (eða samsvarandi lágmarksaldri í viðkomandi lögsagnarumdæmi) sem er bætt við fjölskyldu. Ef þú slekkur á Ask to Buy fyrir barnið færðu eingöngu tilkynningar um kaup og kaup í forritum í App Store eða iTunes í kvittun með tölvupósti (send einum til þremur sólarhringum eftir kaup) eða á kreditkortayfirlitinu þínu.

Hafa skal í huga að forrit sem keypt eru í gegnum áætlun okkar fyrir magninnkaup, eru sótt aftur eða sótt með innlausnarkóða falla mögulega ekki undir takmarkanir Ask to Buy.

Apple-reikningur stofnaður fyrir barnið þitt

Til að stofna Apple-reikning fyrir barnið þitt þarftu fyrst að samþykkja þessar upplýsingar um fjölskyldupersónuvernd fyrir börn („upplýsingar“) og persónuverndarstefnu Apple, sem er sett hér inn til hliðsjónar. Ef það er ágreiningur á milli persónuverndarstefnu Apple og þessara upplýsinga munu skilmálar þessara upplýsinga hafa forgang.

Til að uppfylla COPPA (lög um persónuvernd barna á netinu) og samskonar lög í öðrum lögsagnarumdæmum, ef við á, sem stjórna söfnun gagna frá börnum, getur verið að Apple grípi til frekari ráðstafana til aðstoðar við að staðfesta að notandinn sem veitir heimildina fyrir stofnun Apple-reiknings barnsins sé í raun og veru foreldri eða forráðamaður viðkomandi barns. Í þessum lögsagnarumdæmum gætirðu sömuleiðis verið beðin(n) um að staðfesta núverandi greiðslumáta þinn í iTunes, iCloud eða Apple Store. Allt eftir greiðslumáta getur þetta verið gert með því að gefa upp öryggisnúmerið á greiðslukortinu eða með svipaðri staðfestingaraðferð. Þú gætir einnig haft þann valkost að staðfesta aldur þinn með því að nota skilríkin þín í Wallet eða staðfesta með Apple-reikningnum þínum.

Við biðjum um þessar upplýsingar svo að við getum staðfest að þú hafir hlutverkið Family Organizer eða Parent/Guardian og svo fengið leyfi þitt fyrir söfnun persónuupplýsinga frá barninu þínu.

Við munum ekki meðvitað safna, nota eða birta persónuupplýsingar frá barninu þínu án þíns leyfis sem foreldri nema undantekning frá COPPA eigi við. Þegar þú hefur lesið þessar upplýsingar og persónuverndarstefnu Apple og veitt sannprófanlegt samþykki sem foreldri geturðu stofnað Apple-reikning fyrir barnið þitt. Barnið þitt getur notað sinn eigin Apple-reikning til að nota þá eiginleika og þjónustu Apple sem notast við Apple-reikning, nema þá sem þú hefur takmarkað í Screen Time eða Restrictions. Hinsvegar er ekki hægt að fjarlægja reikning barnsins úr Family-reikningnum ykkar nema Apple-reikningi barnsins sé eytt, það verði 13 ára (eða nái samsvarandi lágmarksaldri í viðkomandi lögsagnarumdæmi) eða þú flytjir það yfir á annan Family-reikning. Þegar barnið þitt verður 13 ára (eða nær samsvarandi lágmarksaldri í viðkomandi lögsagnarumdæmi) getur það haft sinn eigin reikning án tengingar við Family Sharing.

Söfnun upplýsinga

Hluti af því að stofna Apple-reikning fyrir barnið þitt felst í að veita upplýsingar sem þarf til að stofna reikning, sem geta m.a. verið fullt nafn barnsins þíns, fæðingardagur, netfang, aðgangsorð, svör við þremur öryggisspurningum, símanúmer og búsetuland. Fæðingardagur barnsins þíns verður notaður til að ákvarða gjaldgenga þjónustu og leggja til foreldraeftirlit.

Við kunnum að safna öðrum upplýsingum frá barninu þínu sem í einhverjum tilvikum teljast vera persónugreinanlegar upplýsingar samkvæmt COPPA. Þegar barnið er innskráð á Apple-reikninginn sinn kunnum við til dæmis að safna upplýsingum um auðkenni tækis, kökur, IP-tölur, landfræðilegar staðsetningar og tímabelti þar sem Apple-tækið er notað, þar með talið nákvæma staðsetningu til að styðja við þjónustu eins og Find My. Við kunnum einnig að safna upplýsingum um notkun barnsins á vefsvæðum okkar, forritum, vörum og þjónustu, þ. á m. efni frá utanaðkomandi þróunaraðilum. Frekari upplýsingar um söfnun okkar á upplýsingum er að finna í persónuverndarstefnu Apple.

Notkun upplýsinga

Eins og fram kemur í persónuverndarstefnu Apple kann Apple að nota upplýsingar sem það safnar frá barninu þínu til að senda mikilvægar tilkynningar og senda upplýsingar, tilkynningar um vörur og þjónustu, útvega þjónustu og efni og bæta vörur sínar, efni og þjónustu. Til dæmis kunnum við að nota aldur barnsins þíns til að veita viðeigandi upplýsingar um persónuverndarréttindi þess og foreldraeftirlit. Við kunnum einnig að nota upplýsingar frá barninu innanhúss, t.d. við eftirlit, gagnagreiningu og rannsóknir.

Við kunnum að nota, flytja og birta ópersónugreinanlegar upplýsingar (gögn sem ein og sér vísa ekki beint til barnsins) í hvaða tilgangi sem er. Til dæmis kunnum við að taka saman og nota upplýsingar um notkun viðskiptavina á vefsvæði okkar, iCloud-þjónustu og iTunes Store og öðrum vörum okkar og þjónustu til að hjálpa okkur að veita viðskiptavinum gagnlegri upplýsingar og til að skilja hvaða hlutar vefsvæðisins, vörur og þjónusta vekja mestan áhuga. Samantekin gögn eru flokkuð sem ópersónugreinanlegar upplýsingar.

Slökkt er á stillingunni Personalized Ads og ekki er hægt að virkja hana fyrir Apple-reikning barns. Barnið þitt fær ekki auglýsingar, þar með taldar auglýsingar sem miðaðar eru að áhugamálum þess frá auglýsingavettvangi Apple í tækjum sem tengd eru Apple-reikningi barns og ómiðaðar (þ.e. samhengis-) auglýsingar í þeim tækjum. Að auki verður slökkt á stillingunni Allow Apps to Ask to Track (gefa forritum leyfi til að biðja um rakningu) og ekki er hægt að virkja hana. Forrit og auglýsendur fá ekki aðgang að auglýsingaauðkenninu frá stýrikerfinu og þurfa einnig að fylgja viðmiðunarreglum Apple sem banna þeim að senda markauglýsingar, mæla auglýsingar eða deila upplýsingum með gagnamiðlurum.

Deiling upplýsinga

Með því að nota Apple-reikninginn sinn, og í samræmi við takmarkanir þínar, getur barnið deilt upplýsingum með öðrum eftir því hvaða eiginleika og þjónustu frá Apple (eins og lýst er hér að framan) það notar.

Family Sharing

Í Family Sharing kann upplýsingum um barnið þitt, þar á meðal um það sem það hefur keypt eða kemur til með að kaupa í App Store, iTunes Store, Apple Books eða Apple TV-forritinu, að vera deilt með öðrum fjölskyldumeðlimum í Family ef kveikt er á vörudeilingu. Í samræmi við þær takmarkanir sem þú hefur valið getur barnið einnig valið að deila upplýsingunum sínum með öðrum fjölskyldumeðlimum í Family í gegnum iCloud Photo Sharing, samnýtt dagatöl og áminningar, Find My og deilingu staðsetningar. Ef þú, barnið þitt eða annar fjölskyldumeðlimur skráir sig inn í Apple-tæki eins og Apple TV gæti tækið lagt til að öðrum fjölskyldumeðlimum sé bætt við með því að birta heiti Apple-reiknings þeirra og prófílmynd.

Ef barnið þitt skráir sig þess utan inn á Apple-reikninginn sinn í tæki sem er í eigu þriðja aðila (t.d. í eigu vinar eða iPad í skólanum) geta aðrir sem nota það tæki sótt og skoðað upplýsingar barnsins, sem og samnýttar upplýsingar annarra fjölskyldumeðlima í Family, nema og þar til útskráningu Apple-reiknings barnsins í viðkomandi tæki er lokið.

Samstarfsaðilar

Öðru hverju kann Apple að starfa með þriðju aðilum til að veita þjónustu eða annað. Ef þú velur til dæmis að virkja Apple Cash-reikning fyrir barnið þitt verður upplýsingum þess deilt með Green Dot Bank, samstarfsbanka Apple, til að veita þér umbeðna þjónustu. Apple deilir persónuupplýsingum frá barninu þínu aðeins til að útvega eða bæta vörur okkar og þjónustu; þeim verður ekki deilt með þriðju aðilum í markaðssetningarskyni.

Þjónustuveitur

Apple deilir persónuupplýsingum með fyrirtækjum sem veita þjónustu á borð við upplýsingavinnslu, afgreiðslu pantana viðskiptavina, afhendingu vara, umsjón og endurbætur á gögnum viðskiptavina, þjónustu við viðskiptavini, mat á áhuga barnsins á vörum okkar og þjónustu og framkvæmd rannsókna eða viðhorfskannana meðal viðskiptavina. Þessum fyrirtækjum ber skylda til að vernda upplýsingar barnsins þíns og þau kunna að vera staðsett hvar sem Apple starfar.

Annað

Nauðsynlegt getur verið, til dæmis vegna laga, lagaferla, málaferla og beiðna frá opinberum yfirvöldum í búsetulandi þínu eða öðrum löndum, að Apple gefi upp persónuupplýsingar þínar eða barnsins þíns. Við kunnum einnig að gefa upp persónuupplýsingar um þig eða barnið þitt ef við teljum það nauðsynlegt eða viðeigandi af orsökum sem varða þjóðaröryggi, löggæslu eða annan almannahag.

Við kunnum einnig að gefa upp persónugreinanlegar upplýsingar um þig eða barnið þitt ef við teljum það nauðsynlegt til að framfylgja skilmálum okkar eða vernda starfsemi okkar eða notendur. Aukinheldur, ef til endurskipulagningar, sameiningar eða sölu kemur, kunnum við að flytja allar persónuupplýsingar sem við höfum safnað til viðeigandi þriðja aðila.

Aðgangur, leiðrétting og eyðing

Ef þú vilt fá aðgang að, leiðrétta eða eyða gögnum sem tengjast Family Sharing eða Apple-reikningi barnsins þíns skaltu hafa samband við okkur á:

www.apple.com/legal/privacy/contact

Eða með því að nota samskiptaupplýsingarnar hér að neðan:

Apple
One Apple Park Way
Cupertino, CA 95014
+1 408 996 1010

Samþykki fyrir söfnun Apple, notkun og birtingu upplýsinga frá barninu þínu

Með því að smella á „Samþykkja“ veitirðu Apple heimild til að safna, nota og birta upplýsingar frá barninu þínu í samræmi við persónuverndarstefnu Apple og þessar upplýsingar.

Athugaðu: Þetta samþykki nær ekki til gagnasöfnunar þriðju aðila. Þriðju aðilar, þar með talið hönnuðir forrita sem fjölskyldumeðlimir sækja og barnið þitt hefur aðgang að í gegnum Family Sharing, sem kunna að safna, nota eða birta upplýsingar frá barninu þínu þurfa að verða sér úti um sérstakt vottanlegt leyfi foreldris. Við hvetjum þig til að biðja barnið um að ráðfæra sig við þig áður en það veitir slíkum þriðju aðilum aðgang að persónuupplýsingum sínum.

Athugaðu: Apple gefur reglulega út hugbúnaðaruppfærslur fyrir tækin okkar. Þegar við gerum það verða uppfærslurnar tiltækar til niðurhals í viðkomandi tæki, þ.m.t. tækjum þar sem barnið þitt kann að nota Apple-reikninginn sinn. Við mælum með að þú hefjir uppfærsluna og farir yfir og samþykkir gildandi skilmála, eins og fyrir iOS, macOS og visionOS, í þessum tækjum.

Ef þú ert með einhverjar spurningar eða athugunarefni um persónuverndarstefnu Apple eða þessar upplýsingar skaltu hafa samband við okkur á www.apple.com/legal/privacy/contact.